Umhverfi

Hráefni

301-1 Notkun á hráefni eftir þyngd eða magni

Ræstingar

Dagar sér um ræstingar á tæplega 30 þúsund fermetrum í húsnæði bankans. Árið 2019 notaði Dagar 174 lítra af ræstiefnum í bankanum og var það allt umhverfismerkt, ýmist með norræna umhverfismerkinu Svaninum eða Evrópublóminu, umhverfismerki ESB. Dagar hefur fengið umhverfisvottun Svansins.

Auk daglegra ræstinga Daga eru unnin ýmis sérverkefni.1 Við þessi verkefni voru notaðir 120 lítrar af ræstiefnum sem voru ekki umhverfismerkt.

Aukalega voru keypt 425 kg af hreinlætispappír sem var allur umhverfismerktur og 1.279 lítrar af ræstiefni til innanhúsnota, en 96% af því var umhverfismerkt.


Pappírsnotkun

Bankinn heldur áfram vinnu sinni að settu markmiði um að verða pappírslaus banki.

Heildar pappírsnotkun á árinu var 7,15 tonn, auk umslaga, sem voru 920 kg. Árið 2019 var 87% af útprentunum í bankanum í svarthvítu og 77% prentað báðum megin.2 Allur pappír var umhverfismerktur með Svaninum eða Evrópublóminu og 96,1% af umslögum. Í lok árs voru 138 prenttæki í bankanum sem er fækkun um 34 frá árinu 2018. Öll prenttæki eru umhverfismerkt með þýska umhverfismerkinu Bláa englinum.

Prentefni

Pappírsnotkun vegna útgefins efnis var 14,6 tonn. Þar af voru 12,6 tonn umhverfismerktur pappír, eða 86% af útgefnu efni. Prentað efni samsvarar 112 grömmum á hvern viðskiptavin.

Útgefið efni Landsbankans var allt prentað hjá prentsmiðjum sem eru vottaðar af norræna umhverfismerkinu Svaninum.


Heildar pappírsnotkun á starfsmann og viðskiptavin var eftirfarandi:

  • Um 8 kg á stöðugildi
  • Um 55 grömm á hvern viðskiptavin

1. Árið 2018 vantaði upplýsingar um sérverkefni sem Dagar unnu í Landsbankanum. Við þessi verkefni árið 2018 voru notaðir 13 lítrar af ræstiefnum og voru 76,9% þeirra umhverfismerktar með Svaninum.

2. Árið 2018 vantaði upplýsingar um hlutfall svarthvítrar prentunar og pappírs sem var prentað á báðum megin en þá var 88% af útprentunum í bankanum í svarthvítu og 93% prentað báðum megin.

Pappírsnotkun í tonnum

Orka

302-1 Eldsneytisnotkun

Bifreiðar í notkun hjá Landsbankanum við árslok 2019 voru 19 talsins og er heildarakstur þeirra áætlaður 260.613 km á árinu, eða að meðaltali 13.716 km á hvern bíl.

Eknir kílómetrar með leigubílum árið 2019 voru 9.370, sem er 18% minnkun frá árinu áður, þegar 11.432 km voru eknir með leigubílum. Eknar voru 1.352 ferðir á árinu í samanburði við 1.591 ferð árið 2018.

Eldsneytisnotkun mæld í kWh hefur minnkað úr 247.490 í 218.497 sem gerir 12% minnkun frá árinu 2018. Eldsneytisnotkun vegna aksturs starfsmanna var eftirfarandi:

Eldsneytisnotkun 2018 2019
Jarðefnaeldsneyti (dm3) 17.758 15.837
Metan (Nm3) 7.326 6.369

Áframhaldandi minnkun eldsneytisnotkunar á milli ára hefur náðst með því að auka fjölda rafmagnsbíla á kostnað bíla sem brenna eldsneyti, auk þess að hvetja til notkunar á hjólum og almenningssamgöngum í stað bíla.

302-2 – Orkunotkun utan skipulagsheildarinnar

Rafmagnsnotkun

Landsbankinn þekkir til fulls rafmagnsnotkun á 43.019 fermetrum, eða um 91% af heildarfermetrafjölda húsnæðis hans. Raforkunotkun var 5.532 MWh á þessum fermetrum. Bankinn hefur ekki fullnægjandi upplýsingar um rafmagnsnotkun í leiguhúsnæði þar sem rafmagn er hluti af leiguverði eða öðrum rekstrarkostnaði. Heildarnotkun er áætluð 6.109 MWh sem samsvarar um 129 kWh/m², sem er 11,8% aukning frá því árinu á undan.

Heitavatnsnotkun

Vitneskja um heitavatnsnotkun er sömu takmörkunum háð og vitneskja um rafmagnsnotkun þar sem verð hennar er stundum innifalið í leiguverði eða öðrum kostnaði. Hitaveitur gefa upp notkun í rúmmetrum vatns en ekki orkuinnihaldi. Af þessum sökum er allur samanburður mjög erfiður þar sem hitastig á heitu vatni getur verið mismunandi á milli veitusvæða. Þar eru undanskildar hitaveitur á köldum svæðum landsins en þar sem vatn frá þeim er hitað með rafmagni eru þær tölur gefnar sem orkuinnihald. Þetta eykur enn á erfiðleikana við samanburð á milli veitusvæða.

Landsbankinn hefur upplýsingar um heitavatnsnotkun á 35.490 m², eða um 75% af heildarfermetrafjölda húsnæðis hans. Mæld vatnsnotkun var tæplega 167 þúsund m³, sem gerir áætlaða meðaltalsnotkun um 4,7 m³,  á hvern fermetra húsnæðis.

Minnkun á eldsneytisnotkun frá fyrra ári

12%

Losun

305-1 – 2 – 3 Losun gróðurhúsalofttegunda umfang 1, 2, 3

Í fyrra var skýrslugjöf Landsbankans uppfærð frá GRI G4 í GRI Standards. Nú hefur miðlun vísana 305-1, 305-2 og 305-3 verið einfölduð til að auðvelda samanburð á milli ára.

Losun CO2 ígilda var eftirfarandi:

Losun CO2 ígilda í tonnum 2018  2019 
Eldsneyti (umfang 1) 49,1 43,5
Orkunotkun (umfang 2) 44,6 53,8
Urðun úrgangs (umfang 3) 117,7 36,9
Flug (umfang 3) 184,5 183,2
Samtals 396,0 317,4

Við útreikning á losun gróðurhúsalofttegunda var notast við losunarstuðla Umhverfisstofnunar fyrir árið 2019. Tölur vegna eldsneytis frá fyrra ári voru uppfærðar út frá sömu forsendum til samanburðar en Umhverfisstofnun hefur uppfært losunarstuðla sína frá því 2018 tölurnar voru birtar.


305-4 Losunarstig gróðurhúsalofttegunda

Losun gróðurhúsalofttegunda var 317,4 tonn á árinu 2019, sem er um 20% minnkun frá fyrra ári. Losunin nemur um 355 kg á hvert stöðugildi bankans. Það samsvarar um 154 bensínlítrum á hvert stöðugildi. Landsbankinn kolefnisjafnar losun gróðurhúsalofttegunda ársins 2019 hjá Kolviði. Kostnaðurinn við kolefnisjöfnun fyrir árið 2019 er 698.280 krónur og samsvarar losunin 3.174 trjám. Reiknivél Kolviðs er notuð við útreikning kolefnisjöfnunar.


Landsbankinn lét gróðursetja samtals 3.174 tré til að kolefnisjafna losun sína árið 2019.

305-5 Aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda

Samgöngusamningar

Markmið samgöngusamninga er að fjölga valmöguleikum starfsfólks hvað varðar samgöngur þannig að það geti nýtt sér þann ferðamáta sem best hentar hverju sinni, notað vistvænan ferðamáta þegar hentar en einnig haft aðgang að bíl þegar þess er þörf.

Í samgöngusamningi felst að starfsfólk skuldbindur sig til að nýta annan ferðamáta en einkabílinn vegna ferða til og frá vinnu í 60% tilvika. Bankinn endurgreiðir útlagðan kostnað, allt að 96.000 krónur á ári, eða 8.000 krónur mánaðarlega.

Í árslok 20191 voru 408 starfsmenn með virka samgöngusamninga, eða 44,1% af heildarfjölda starfsmanna. Af þeim sem eru með virka samgöngusamninga eru 58,8% konur og 41,2% karlar sem er sambærilegt við hlutfall kynjanna í bankanum.

Einnig hefur Landsbankinn unnið að því að skipta út öllum ljósaperum fyrir LED-perur þegar peruskipta er þörf og í hvert sinn sem bíll í eigu bankans er endurnýjaður þá er keyptur vistvænn bíll.


Hlutfall samgöngusamninga

44%

1. Upplýsingar um samgöngusamninga voru ekki í samfélagsskýrslunni 2018 en þá voru 408 virkir samningar í árslok. Þar af voru konur 59,3% og karlar 40,7% sem er í samræmi við hlutfall kynjanna í bankanum árið 2018.

Fjöldi samgöngusamninga

Skólp og úrgangur

306-2 Úrgangur eftir tegund og förgunaraðferð

Heildarmagn úrgangs var 173,2 tonn árið 2019 sem er 14% minna en árið á undan. 89% af úrgangi bankans er flokkaður, sem er aukning frá árinu 2018, þegar 68% úrgangs var flokkaður en unnið er að því að auka hlutfall flokkaðs úrgangs.

Markmið:

Minnka sorp niður í 60 tonn fyrir árið 2020 og 20 tonn fyrir árið 2030.
Hlutfall flokkaðs úrgangs
18.317
Meðhöndlun úrgangs (tölur í kg.) 2014 2015 2016 2017 2018 2019
Blandaður úrgangur 96.940 94.118 84.943 93.353 63.837 18.317
Flokkað 108.130 139.214 116.308 107.021 138.529 154.851
   Lífrænt 25.713 21.669 22.567 32.024 34.318 27.475
   Flokkaður úrgangur 45.065 47.610 56.178 28.839 35.372 46.925
   Byggingarefni 13.740 3.120 3.750 11.940 4.880 0
   Gagnaeyðing pappír 22.350 60.057 32.272 25.285 62.695 74.689
   Gagnaeyðing búnaður 534 6.235 1.237 8.277 1.265 5.763
   Spilliefni 728 522 304 657 0 0
Samtals 205.070 233.332 201.251 200.374 202.366 173.168