Efnahagur

201-1 Bein fjárhagsleg verðmætasköpun

Bein efnahagsleg verðmæti í milljónum króna* 2018 2019 Breyting
Tekjur 53.910
51.517 -4%
Rekstrarkostnaður** 8.469
8.050 -5%
Laun og launatengd gjöld 14.589
14.458 -1%
Arðgreiðslur til hluthafa 24.821
9.922 -60%
Tekjuskattur og sérstakur skattur 10.713
9.290 -13%
Styrkir til samfélagsins 0.218
0.150 -31%
Samtals efnahagslegt framlag 58.592
41.870 -29%
Efnahagslegur ávinningur -4.682
9.647 306%
Hlutfall efnahagslegs framlags af tekjum 109%
81% -26%

*Upplýsingar á samstæðugrundvelli.

**Án afskrifta fastafjármuna og styrkja.

201-2 Fjárhagsleg áhrif, áhætta og tækifæri af völdum loftslagsbreytinga

Landsbankinn hefur ekki metið áhættu vegna loftslagsbreytinga sérstaklega en telur engu að síður nauðsynlegt að fylgjast náið með þróun þeirra mála, bæði vegna áhrifa á afkomu viðskiptavina og tækifæra í viðskiptum.

Undanfarin ár hefur umræðu um sjálfbærni og samfélagsábyrgð vaxið fiskur um hrygg, bæði erlendis og hér á landi. Viðskiptaumhverfið er að breytast og frammistaða í þessum málum er byrjuð að hafa áhrif á hvernig áhætta í fyrirtækjarekstri og vaxtarmöguleikar fyrirtækja eru metnir. Nýjar rannsóknir sýna jákvætt samhengi á milli áherslu fyrirtækja á sjálfbærni annars vegar og afkomu hins vegar. Þá gera samstarfsaðilar Landsbankans auknar kröfur um að bankinn meti viðskiptavini með hliðsjón af sjálfbærni, bæði með tilliti til lánveitinga og fjárfestinga. Allt bendir til þess að á næstu árum verði enn meiri áhersla lögð á þessi atriði.

Hagfræðideild Landsbankans hóf í lok árs 2016 að safna svörum fyrirtækja, sem skráð eru á Aðallista Kauphallarinnar, við stöðluðum spurningalista sem tekur á helstu þáttum samfélagsábyrgðar, umhverfismálum og jafnrétti kynja. Með þessum spurningalista steig Landsbankinn sín fyrstu skref í þá átt að afla upplýsinga um hvernig fyrirtæki sem skráð eru á markað haga þessum málum og væntanlega framvindu málaflokksins hér á landi.

Spurningalistinn var hafður einfaldur í byrjun með það að leiðarljósi að draga grunnþætti samfélagsábyrgðar fyrirtækjanna fram í dagsljósið og hvetja fyrirtæki til að taka þessi mál til skoðunar. Spurningalistinn og önnur upplýsingaöflun mun svo þróast með tímanum. Flest félög vinna nú þegar að þessum málefnum og því hefur svörun verið mjög góð. Svörin hafa verið gerð aðgengileg fjárfestum á sérstöku svæði á vef Landsbankans. Að svo stöddu eru spurningarnar einungis til upplýsingar fyrir fjárfesta og tekur deildin ekki efnislega afstöðu til svaranna. Spurningalistinn er verkfæri sem fjárfestar geta notað til að meta stefnu fyrirtækja í samfélagslegri ábyrgð. Langtímastefnan er að tekið verði meira tillit til þessara þátta í tengslum við mat á fjárfestingarkostum.

201-3 Skuldbindingar vegna eftirlaunasjóða og annarra eftirlaunakerfa

Auk lögbundinnar skyldutryggingar lífeyrisréttinda greiðir Landsbankinn sem svarar 2% af heildarlaunum starfsmanns í séreignarsjóð fyrstu þrjú starfsár viðkomandi en 7% eftir það. Réttur til þessarar greiðslu lýtur sömu reglum og önnur starfsaldurstengd réttindi vegna starfa í öðru fjármálafyrirtæki. Engar aðrar framtíðarskuldbindingar eru bókfærðar hjá bankanum vegna lífeyrisgreiðslna. Engar framtíðarskuldbindingar eru bókfærðar hjá bankanum vegna hvatakerfa.

201-4 Fjárhagslegur stuðningur frá opinberum aðilum

Ríkissjóður er stærsti eigandi Landsbankans og á 98,2% hlut í bankanum